Fótbolti

Eiður Smári og félagar steinlágu á heimavelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður Smári í leik með Monaco.
Eiður Smári í leik með Monaco.

Það gengur hvorki né rekur hjá Eiði Smára Guðjohnsen og félögum hans í franska liðinu Monaco. Liðið steinlá á heimavelli í dag fyrir Lille. Lokatölur 0-4.

Eiður Smári var í byrjunarliði Monaco en fann sig ekki frekar en fyrri daginn. Hann var svo tekinn af velli á 62. mínútu.

Monaco var toppbaráttunni fyrir nokkrum vikum en liðið hefur nú sokkið niður í tólfta sætið.

Lille lyfti sér upp í þriðja sætið með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×