Innlent

Víða hálka

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og í allri Árnessýslu. Á Vesturlandi eru hálkublettir á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms og á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði.

Þá er hálka í Mývatnssveit og Mývatnsöræfum, snjóþekja á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og hálkublettir á Oddsskarði, Mjóafjarðarheiði og á Öxi.

Vegna aurbleytu er allur akstur bannaður á Arnarvatnsheiði norðan Norðlingafljóts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×