Enski boltinn

Arshavin endurtók leikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arshavin fagnar sigurmarki sínu.
Arshavin fagnar sigurmarki sínu.

Andrey Arshavin kann greinilega vel við að leika gegn Liverpool. Hann skoraði fjögur mörk gegn liðinu á síðustu leikinn og kláraði svo aftur viðureign liðanna á Anfield í dag. 1-2 fyrir Arsenal.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Liverpool og Dirk Kuyt kom þeim yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Glen Johnson átti skelfilega seinni hálfleik og hann skoraði ævintýralegt sjálfsmark á 50. mínútu.

Átta mínútum síðar klikkaði Johnson á því að hreinsa boltann sem barst til Arshavin. Hann lék auðveldlega á Johnson og skoraði með glæsilegu skoti.

Það reyndist vera sigurmark leiksins.

Arsenal komið upp í þriðja sætið á ný en Liverpool situr í sjöunda sæti deildarinnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×