Erlent

Á þriðja hundrað manns handteknir í Kaupmannahöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alls hafa 257 manns verið handteknir í dag vegna mótmæla í tengslum við loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn.

Af þeim voru 239 handteknir fyrir brot á lögreglusamþykkt en hinir voru handteknir fyrir öðruvísi brot, svo sem notkun ólöglegra efna. Enn aðrir voru handteknir fyrir brot á vopnalöggjöf.

Hinir handteknu foru allir færðir í fangelsi á Retorvej í Kaupmannahöfn, að því er DR greinir frá.

Nærri þúsund manns voru handteknir í Kaupmannahöfn í gær en langflestir voru látnir lausir í nótt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×