Erlent

Drukkinn dómari til ama í London

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Dómarinn, Esther Cunningham.
Dómarinn, Esther Cunningham. MYND/Central Pics

Dómari á sextugsaldri við undirrétt í London hefur verið sviptur dómararéttindum í sex mánuði eftir að fylgja þurfti henni út úr réttarsalnum vegna ölvunar.

Hafði konan þá kysst lögmann sem annaðist flutning máls fyrir dómnum og bölvað dómverði í sand og ösku. Áður hafði hún mætt dauðadrukkin til kennslu á námskeiði fyrir málflutningsmenn. Auk réttindasviptingar þarf dómarinn að greiða sekt sem nemur um 1,1 milljón króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×