Innlent

Segir öryggi sjómanna stefnt í hættu

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það valdi miklum vonbrigðum að heyra af uppsögnum innan Landhelgisgæslunnar en stofnunin er að hans mati ein af meginstoðum í öryggisneti þjóðarinnar, sérstaklega þegar hugað sé að öryggi sjómanna. Hann segir að ríkisstjórnin hafi misst sjónar af því hvað skipti mestu máli hvað megi bíða.

Nýverið var tilkynnt um niðurskurð hjá Landhelgisgæslunni. Fækka þarf starfsmönnum um 20 til 30, þar af þremur þyrluflugmönnum.

Í tilkynningu frá Sigurði Kára segir hann hætt við því að með uppsögnum þyrluflugmanna skerðist björgunargeta Landhelgisgæslunnar. ,,Það er með öllu óásættanlegt að öryggi sjómanna sé teflt í hættu með þessu móti. Þá þarf einnig að hafa í huga að þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnir einnig öðrum bráðnauðsynlegum verkefnum, til að mynda löggæslu og eftirliti á hafi úti svo og sjúkraflutningum á landi svo dæmi séu tekin."

Sigurður Kári segir fráleitt að fyrstu uppsagnir hjá íslenskri stofnun sem sinni öryggismálum skuli vera hjá Landhelgisgæslu Íslands. ,,Það sýnir, að ríkisstjórnin hefur á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum misst sjónar á því, hvað skiptir mestu og hvað má bíða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×