Erlent

Abbas vill hætta -mikið áfall

Óli Tynes skrifar
Mahmoud Abbas, forseti palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti palestínumanna.

Mahmoud Abbas forseti palestínumanna mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í forsetakosningum sem haldnar verða í janúar næstkomandi, að sögn aðstoðarmanna.

Þeir segja að Abbas sé mjög þreyttur á því þrátefli sem sé í samningaviðræðum við Ísraela.

Þá er hann ekki síður óánægður með þá togstreitu sem er á milli mismunandi fylkinga palestínumanna. Hamas samtökin ráku hann til dæmis frá Gaza ströndinni með vopnavaldi fyrir nokkrum árum.

Abbas er hófsamur maður og hefur legið undir ámæli eigin manna um að vera of eftirgefanlegur við Ísraela.

Það yrði mikið áfall fyrir friðarferlið ef Abbas hyrfi af sjónarsviðinu. Aðstoðarmenn hans segja að hann hafi fengið símtöl bæði frá Ísraelum, Egyptum og Jórdaníumönnum, sem biðja hann um að halda áfram.

Brotthvarf hans yrði einnig áfall fyrir Barack Obama sem er að reyna að blása nýju lífi í friðarferlið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×