Íslenski boltinn

Keflavík vann Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Birnir Guðmundsson í leik með Keflavík.
Jóhann Birnir Guðmundsson í leik með Keflavík. Mynd/Anton

Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. Keflavík vann 4-1 sigur á Fram og KR gerði 1-1 jafntefli við Víking.

Jón Gunnar Eysteinsson kom Keflavík yfir með marki á 8. mínútu. Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði svo næstu tvö mörk Keflavíkur á 27. og 37. mínútu.

Hörður Sveinsson kom svo Keflavík í 4-0 á 71. mínútu áður en Ívar Björnsson minnkaði muninn fyrir Fram tveimur mínútum síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×