Enski boltinn

Burnley sló út West Brom

Elvar Geir Magnússon skrifar
Leikmenn Burnley fagna í kvöld.
Leikmenn Burnley fagna í kvöld.

Jóhannes Karl Guðjónsson lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Burnley sem vann úrvalsdeildarliðið West Bromwich Albion í fjórðu umferð ensku FA bikarkeppninnar en leikurinn endaði 3-1.

Liðin höfðu gert jafntefli á heimavelli WBA og mættust því aftur á heimavelli WBA í kvöld. Þar unnu heimamenn sigur og eru því komnir í fimmtu umferð keppninnar.

Wade Elliott skoraði fyrsta mark leiksins í uppbótartíma í fyrri hálfleik fyrir Burnley. Steven Thompson skoraði síðan 2-0 áður en Gianni Zuiverloon minnkaði muninn fyrir West Brom. Rétt fyrir leikslok skoraði Thompson sitt annað mark og innsiglaði sigur Burnley.

Á miðvikudagskvöld verða fjórir leikir aðrir endurteknir leikir í fjórðu umferð og þá ræðst hvaða lið komast áfram í fimmtu umferðina sem hefst 14. febrúar.

Leikir á miðvikudag

Aston Villa - Doncaster 19:45

Nott Forest - Derby 19:45

Blackburn - Sunderland 20:00

Everton - Liverpool 20:10






Fleiri fréttir

Sjá meira


×