Fótbolti

Stutt gaman hjá Eggerti í tapi Hearts

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Nordic Photos/Getty Images

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði Hearts í kvöld sem tapaði fyrir Hibernian, 0-1, í skosku úrvalsdeildinni.

Það var þó stutt gaman hjá Íslendingnum því hann var tekinn af velli eftir aðeins 33 mínútur þegar þjálfarinn ákvað að breyta um leikaðferð.

Hearts er þrátt fyrir tapið enn í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig. Dundee United þar rétt á eftir með 52 stig.

Celtic er efst með 77 stig og Rangers í öðru sæti með 76 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×