Erlent

Hveitibrauðsdögum Obama lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama nýtur síminnkandi vinsælda. Mynd/ AP.
Obama nýtur síminnkandi vinsælda. Mynd/ AP.
Hveitibrauðsdagar Baracks Obama í embætti forseta Bandaríkjanna virðast vera á enda. Hann hefur aldrei notið minni vinsælda samkvæmt skoðanakönnunum. Könnun sem Gallup gerði fyrir USA Today sýnir að nú, sex mánuðum eftir að hann tók við embætti, nýtur Obama minni vinsælda en George Bush gerði sex mánuðum eftir að hann tók við embætti.

Ástæðan fyrir þessum minnkandi vinsældum Obama er helst rakin til mikils atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Aðrar skoðanakannanir, á vegum ABC fréttastofunnar og Washington Post sýna jafnframt að vinsældir Obama fara þverrandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×