Innlent

Davíð vill ekki borga

Davíð Oddsson og Lárus Welding fyrrum bankastjóri Glitnis. Mynd/Valli.
Davíð Oddsson og Lárus Welding fyrrum bankastjóri Glitnis. Mynd/Valli.

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú síðast Seðlabankastjóri, segist ekki vilja greiða Icesave-skuldir án þess að reynt verði að fara dómstólaleiðina á undan. Þetta kemur fram í viðtali sem Agnes Bragadóttir tók við hann í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Í viðtalinu segir hann að til séu gögn, gögn og fundargerðir sem styðji mjög málstað Íslendinga, í þá veru, að þeim beri engin lagaleg skylda til þess að borga skuldir Landsbankans vegna Icesave.

Þá heldur hann því fram að í utanríkisráðuneytinu sé til skýrsla um tryggingamál og innstæðutryggingasjóði, sem unnin var af nefnd á vegum OECD, undir formennsku Jean-Claude Trichet, sem nú er orðinn bankastjóri Seðlabanka Evrópu.

Í þeirri skýrslu komi fram að evrópskar reglur um innstæðutryggingar gildi ekki ef um algjört bankahrun er að ræða í viðkomandi landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×