Innlent

Sterkur þorskárgangur

Jákvæðar fréttir bárust loks af þorskinum í dag, mikilvægasta nytjastofni Íslendinga, þegar Hafrannsóknstofnunin skýrði frá því að fyrsta mat á stærð þorskárgangsins árið 2008 benti til þess að hann væri sterkur. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir þetta óvænt og góð tíðindi sem gefi vonir um að sterkur árgangur komi í veiðistofninn eftir fjögur ár.

Stofnvísitala þorsks hækkaði um níu prósent, sem einkum er rakið til þess að meira fékkst nú af stærri þorski. Þá reyndist holdafar þorsks við sunnanvert landið heldur betra en undanfarin ár og lifrarstuðull sá hæsti frá upphafi. Hitastig sjávar við botn reyndist einnig fremur hátt líkt og undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×