Enski boltinn

Gerrard frá í þrjár vikur

Steven Gerrard
Steven Gerrard AFP

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool verður frá keppni í um þrjár vikur vegna meiðsla á læri sem hann varð fyrir í leiknum gegn Everton í gærkvöld.

Þetta þýðir að miðjumaðurinn sterki muni missa af útileik Liverpool gegn Portsmouth um næstu helgi sem og æfingaleik Englendinga og Spánverja í næstu viku.

Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Liverpool sem mætir Real Madrid í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar síðar í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×