Erlent

Mafíósar dæmdir á Sikiley

Brunninn bíll á Sikiley.
Brunninn bíll á Sikiley.

Tuttugu mafíósar í ítölsu mafíunni voru dæmdir í dag í mest tuttugu ára fangelsi fyrir fjárkúganir og ógnanir.

Málið var höfðað í Palermo á Ítalíu. Þar er talið að mafían krefjist verndargjalda af 80 prósent fyrirtækja í borginni.

Dómurinn er álitinn stórsigur í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi á Ítalíu.

Viðskiptahópar á Sikiley hafa unnið náið með lögreglunni til þess að uppræta ægivald mafíunnar. Það hefur tekist ágætlega.

Kúgunin er fólgin í því að fyrirtæki borgi mafíunni verndargjald. Geri þeir það ekki þá getur það leitt líkamsárása, íkveikju og stöku sinnum - morða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×