Innlent

Einn Barðastrandarræningjanna finnst ekki

Marvin Michelsen með hundinum sínum Mjölni.
Marvin Michelsen með hundinum sínum Mjölni.
Marvin Michelsen, einn þeirra sem grunaður er um aðild að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í vor, fer huldu höfði. Aðalmeðferð í máli fjórmenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marvin mætti ekki fyrir dóm. Það gerði hann heldur ekki þegar málið var þingfest í haust. Eftir því sem Vísir kemst næst veit lögreglan ekkert um ferðir hans.

Marvin var einn tveggja manna sem fór inn í húsið og veittist að gullsmið sem bjó í húsinu. Þriðji maðurinn beið í bíl fyrir utan húsið. Sá fjórði, Axel Karl Gíslason, er grunaður um að hafa skipulagt glæpinn. Axel, sem er einungis 20 ára gamall, hefur áður hlotið dóm fyrir mannrán.

Marvin Michelsen hefur áður lýst iðrun sinni vegna árásarinnar í samtali við Vísi.






Tengdar fréttir

Réttað í Barðastrandarráni

Aðalmeðferð hófst í svokölluðu Barðastrandarmáli nú í morgun en þá fóru tveir ungir menn inn á heimili fullorðins úrsmiðs á Seltjarnarnesi, bundu hann og rændu sjaldgæfum og verðmætum vasaúrum.

Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf

„Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×