Vilja bráðabirgðafangelsi í Bitru Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2009 13:20 Páll Winkel fangelsisstjóri segir nokkur húsnæði koma til greina. Mynd/ GVA. Fangelsismálayfirvöld vilja helst leigja húsnæðið Bitru, sem er í grennd við Selfoss, undir nýtt bráðabirgðafangelsi, samkvæmt heimildum Vísis. Húsið Bitra var á sínum tíma nýtt sem kvennafangelsi en síðustu ár hefur verið rekið þar gistiheimili. Páll Winkel fangelsismálastjóri vildi í samtali við Vísi ekkert láta hafa eftir sér um málið annað en það að fangelsið þyrfti að geta hýst 10 - 20 fanga og uppfylla ákveðin skilyrði sem væru gerð til fangelsa. „Það eru nokkur húsnæði sem koma til greina en það eru ekkert sérstaklega mörg því að þetta er bráðavandi sem kallar á bráðabirgðalausn og það þarf að vera tilbúið strax," segir Páll í samtali við Vísi. Auglýst hafi verið eftir húsnæðinu og svo verði hagstæðasta tilboðinu tekið. Aðspurður segir Páll að þrátt fyrir að nýtt húsnæði verði leigt muni biðlisti eftir afplánun áfram verða mjög langur. „Já, það er alveg klárt mál," segir Páll. Hann bendir á að gæsluvarðhaldsföngum hafi fjölgað um 50-60% á örfáum árum. „Þannig að það er klárt mál að það þarf fleira til en þetta er góð byrjun," segir Páll. Hann bendir jafnframt á að listi yfir fanga í afplánun hafi farið úr nokkrum tugum í 240 manns á nokkrum árum. Biðtíminn eftir afplánun geti verið nokkrir mánuðir til nokkurra ára. Það fari eftir því hvernig hegðun hins dæmda er. „Við reynum að taka þá inn sem eru virkir í afbrotum." Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Fangelsismálayfirvöld vilja helst leigja húsnæðið Bitru, sem er í grennd við Selfoss, undir nýtt bráðabirgðafangelsi, samkvæmt heimildum Vísis. Húsið Bitra var á sínum tíma nýtt sem kvennafangelsi en síðustu ár hefur verið rekið þar gistiheimili. Páll Winkel fangelsismálastjóri vildi í samtali við Vísi ekkert láta hafa eftir sér um málið annað en það að fangelsið þyrfti að geta hýst 10 - 20 fanga og uppfylla ákveðin skilyrði sem væru gerð til fangelsa. „Það eru nokkur húsnæði sem koma til greina en það eru ekkert sérstaklega mörg því að þetta er bráðavandi sem kallar á bráðabirgðalausn og það þarf að vera tilbúið strax," segir Páll í samtali við Vísi. Auglýst hafi verið eftir húsnæðinu og svo verði hagstæðasta tilboðinu tekið. Aðspurður segir Páll að þrátt fyrir að nýtt húsnæði verði leigt muni biðlisti eftir afplánun áfram verða mjög langur. „Já, það er alveg klárt mál," segir Páll. Hann bendir á að gæsluvarðhaldsföngum hafi fjölgað um 50-60% á örfáum árum. „Þannig að það er klárt mál að það þarf fleira til en þetta er góð byrjun," segir Páll. Hann bendir jafnframt á að listi yfir fanga í afplánun hafi farið úr nokkrum tugum í 240 manns á nokkrum árum. Biðtíminn eftir afplánun geti verið nokkrir mánuðir til nokkurra ára. Það fari eftir því hvernig hegðun hins dæmda er. „Við reynum að taka þá inn sem eru virkir í afbrotum."
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira