Innlent

Gæsluvarðhald og geðrannsókn

Konan sem grunuð er um að hafa stungið fimm ára telpu með hnífi í brjóstið 27. september síðastliðinn hefur nú undirgengist geðrannsókn. Dómari mun síðan byggja á matsgerð um sakhæfi konunnar.

Atburðurinn átti sér stað á heimili telpunnar í Reykjanesbæ.Konan er talin hafa stungið hana fyrirvaralaust í bringuna með eldhúshnífi. Af hlutust lífshættulegir áverkar. Áður hafði fjölskyldan kært hana fyrir eignaspjöll á heimili sínu og mótorhjóli. Konan er nú vistuð á Litla-Hrauni þar sem hún sætir gæsluvarðhaldi. Málið er í rannsókn.- jss












Fleiri fréttir

Sjá meira


×