Innlent

Vandræðalegt að ekki sé búið að leysa Icesave

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það sé vandræðalegt að ekki hafi enn tekist að leysa Icesave málið og öllum finnist það óþægilegt - íslenskum, breskum og hollenskum stjórnvöldum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann segir alla skynja að nú standi yfir lokatilraunin til að ná landi.

Steingrímur er staddur í Istanbul í Tyrklandi vegna ársfundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Tími hans og annarra í íslensku sendinefndinni hefur farið í að hitta forystmenn ríkja, stofnana, banka og fjármálafyrirtækja til að kynna stöðu Íslands. Í gær hitti Steingrímur Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, að máli vegna Icesave og í morgun ræddi hann tilteknar hugmyndir við Wouter Bos, hollenskan starfsbróður sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×