Enski boltinn

Jóhannes Karl innsiglaði stórsigur Burnley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að skora fimm mörk á tímabilinu.
Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að skora fimm mörk á tímabilinu. Mynd/GettyImages

Jóhannes Karl Guðjónsson innsiglaði 5-0 stórsigur Burnley á Notthingham Forrest í ensku B-deildinni í dag aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.

 

Jóhannes Karl skoraði markið á 73. mínútu með þrumuskoti rétt við vítateigslínuna. Þetta var fimmta deildarmark hans á tímabilinu.

Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem Burnley nær að vinna þrjá leiki í röð. Liðið kemst með þessum flotta sigri upp í 5. sætið þegar átta leikir eru eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×