Lúnar tær sjónvarpsstjarna nuddaðar upp úr ilmolíum 21. janúar 2009 02:00 Forsetinn Siggi stormur ásamt þeim Sævari, Elínu, Láru og Hauki kanna vistir fyrir þorrablótið. fréttablaðið/gva „Við komum í Þórsmörk að kveldi bóndadags og fáum við karlarnir táslunudd sem er ómissandi þáttur í þessum ferðum. Konurnar nudda þá tær á okkur upp úr ilmolíum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður. Sigurður, eða Siggi stormur, er forseti NFS sem hlýtur að teljast einn sérstæðasti jeppaklúbburlandsins. Meðal félaga eru ýmsar þekktustu sjónvarpsstjörnur landsins enda byggir klúbburinn á starfsmönnum Stöðvar 2 – fyrrverandi og núverandi: Sigmundur Ernir Rúnarsson, Gissur Sigurðsson, Haukur Holm og Kristján Már Unnarsson eru meðal þeirra hörðustu í klúbbnum auk Láru Ómarsdóttur sem jafnframt er upplýsingafulltrúi jeppaklúbbsins. Hún harðneitar aðspurð að ætla sér að taka þátt í táslunuddinu sem Siggi boðar. En tekur jafnframt fram að Siggi sé auðvitað forseti klúbbsins og ekki gott við að eiga að setja sig upp á móti honum með þetta. Undirbúningur vegna hefðbundinnar þorrablótsferðar NFS í Þórsmörk stendur sem hæst. „Þetta er pungaferð,“ segir forsetinn brattur. „Það verður mikið af súrmeti og pungum enda ekkert nema prótein í pungunum. Þetta er alvöru þorrablót og allur pakkinn: Hangikjöt, saltkjöt, hákarl, harðfiskur, svið… það eina sem menn voru ekki hrifnir af eru bringukollarnir. Menn segja að það sé ekkert nema fita. En mér hefur nú alltaf þótt vænt um bringukollana,“ segir Siggi stormur og vottar fyrir eftirsjá í röddinni. Skipulögð dagskrá verður frá morgni til miðnættis á laugardag og fastir liðir. Sérstök athöfn er þegar hákarl er étinn og staup með. Síðan eru medalíur afhentar þeim sem best hafa staðið sig í mannraunum og mætingum, barnadagskrá á litla sviðinu og svo eru fullorðinsleikir? „Já, neinei, ekkert þannig bannað börnum heldur verður farið í þrautakóng. Svo þegar hópurinn vill hugarró verður skáldið Sigmundur Ernir með upplestur. Lára stýrir fjöldasöng en þá eru mörg lög með Ómari Ragnarssyni sungin. Lára stýrir söngnum af mikilli ákefð og er gríðarlega öflug í því,“ segir forsetinn sem gerir ráð fyrir um fjörutíu manna hópi á fimmtán jeppum. „Stoppað er á leiðinni og ég verð með fróðleiksmola. Þá þorir enginn að opna munninn til að trufla. Svo skefur gleðigjafinn Gissur ekki af því og býður upp á fyndnar sögur héðan og þaðan úr sveitum. Maður kemur úthleginn úr þessum ferðum.“ jakob@frettabladid.is Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira
„Við komum í Þórsmörk að kveldi bóndadags og fáum við karlarnir táslunudd sem er ómissandi þáttur í þessum ferðum. Konurnar nudda þá tær á okkur upp úr ilmolíum,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður. Sigurður, eða Siggi stormur, er forseti NFS sem hlýtur að teljast einn sérstæðasti jeppaklúbburlandsins. Meðal félaga eru ýmsar þekktustu sjónvarpsstjörnur landsins enda byggir klúbburinn á starfsmönnum Stöðvar 2 – fyrrverandi og núverandi: Sigmundur Ernir Rúnarsson, Gissur Sigurðsson, Haukur Holm og Kristján Már Unnarsson eru meðal þeirra hörðustu í klúbbnum auk Láru Ómarsdóttur sem jafnframt er upplýsingafulltrúi jeppaklúbbsins. Hún harðneitar aðspurð að ætla sér að taka þátt í táslunuddinu sem Siggi boðar. En tekur jafnframt fram að Siggi sé auðvitað forseti klúbbsins og ekki gott við að eiga að setja sig upp á móti honum með þetta. Undirbúningur vegna hefðbundinnar þorrablótsferðar NFS í Þórsmörk stendur sem hæst. „Þetta er pungaferð,“ segir forsetinn brattur. „Það verður mikið af súrmeti og pungum enda ekkert nema prótein í pungunum. Þetta er alvöru þorrablót og allur pakkinn: Hangikjöt, saltkjöt, hákarl, harðfiskur, svið… það eina sem menn voru ekki hrifnir af eru bringukollarnir. Menn segja að það sé ekkert nema fita. En mér hefur nú alltaf þótt vænt um bringukollana,“ segir Siggi stormur og vottar fyrir eftirsjá í röddinni. Skipulögð dagskrá verður frá morgni til miðnættis á laugardag og fastir liðir. Sérstök athöfn er þegar hákarl er étinn og staup með. Síðan eru medalíur afhentar þeim sem best hafa staðið sig í mannraunum og mætingum, barnadagskrá á litla sviðinu og svo eru fullorðinsleikir? „Já, neinei, ekkert þannig bannað börnum heldur verður farið í þrautakóng. Svo þegar hópurinn vill hugarró verður skáldið Sigmundur Ernir með upplestur. Lára stýrir fjöldasöng en þá eru mörg lög með Ómari Ragnarssyni sungin. Lára stýrir söngnum af mikilli ákefð og er gríðarlega öflug í því,“ segir forsetinn sem gerir ráð fyrir um fjörutíu manna hópi á fimmtán jeppum. „Stoppað er á leiðinni og ég verð með fróðleiksmola. Þá þorir enginn að opna munninn til að trufla. Svo skefur gleðigjafinn Gissur ekki af því og býður upp á fyndnar sögur héðan og þaðan úr sveitum. Maður kemur úthleginn úr þessum ferðum.“ jakob@frettabladid.is
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira