Erlent

Fengu velskt lamb að hætti Jamie Oliver

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sátu saman við kvöldverðin í kvöld.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sátu saman við kvöldverðin í kvöld. MYND/AP
Leiðtogar 20 helstu iðnvelda heims sem dvelja nú í London komu saman í kvöld og snæddu saman. Það var stjörnukokkurinn Jamie Oliver sem grillaði velskt lamb ofan í mannskapinn.

Á leiðtogafundinum stendur til að finna leiðir til að stýra efnahagskerfi heimsins út úr yfirstandandi fjármálakreppu.

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, sem hótaði fyrr í vikunni að ganga út af fundi leiðtoganna verði ekki komið til móts við tillögur Frakka, mætti seinastur til kvöldverðarboðsins.

Við þetta má bæta að velska lambið hans Jamie Olivers var borið fram með sveppum, aspars og kartöflum. Grænmetisætum í hópnum stóð til boða kartöflubúðingur með aspars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×