Innlent

Þráinn vill öfluga þjóð til að miðla málum í Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þráinn Bertelsson vill öfluga þjóð til að miðla málum í Icesave.
Þráinn Bertelsson vill öfluga þjóð til að miðla málum í Icesave.
Íslendingar þurfa að fá öfluga þjóð til að miðla málum í Icesave deilunni, sagði Þráinn Bertelsson þingmaður við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.

Þráinn sagði að Íslendingar ættu að tilkynna Bretum og Hollendingum að Alþingi og þjóðin geti ekki gengið að þeim Icesave samningi sem liggur fyrir en viljinn standi til þess að leysa þessa Icesave deiluna með sanngirni. Þráinn sagði hins vegar að viðfangsefni stjórnmálanna mætti ekki snúast um Icesave heldur ættu viðfangsefnin að vera heimilin.

Þá sagði Þráinn að nauðsynlegt væri að standa vörð um það í samfélaginu sem stæði með blóma og væri lífvænlegt. Hann spurði sig hvers vegna verið væri að halda úti rándýrri utanríkisþjónustu. Þá spurði hann jafnframt hvers vegna verið væri að skera niður framlög til kvikmyndagerðar mun meira en skorið væri niður í öðrum listgreinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×