Innlent

Ákærður fyrir að trampa á bíl

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að trampa á bíl og stórskemma hann.

Atvikið átti sér stað í júní á síðasta ári á bifreiðastæði við skemmtistaðinn 800-bar við Eyrarveg á Selfossi. Maðurinn gekk tvívegis yfir bílinn með þeim afleiðingum að dældir mynduðust á vélarhlíf og þaki hans. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum neitaði hann að gefa upp nafn sitt og persónuupplýsingar.

Eigandi bifreiðarinnar gerir skaðabótakröfu upp á tæplega 400 þúsund krónur. Skemmdarvargurinn er nú erlendis en ekki er vitað hvar.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×