Erlent

Umtalaður brúðarkjóll

Óli Tynes skrifar
Here comes the bride...
Here comes the bride... Mynd/Wedinator

Rússneskur brúðarkjóll hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Og sýnist sitt hverjum um plaggið.

Upphaflega var myndin sett á vefinn Wedinator sem hefur það að sérgrein að birta myndir af skelfilegum uppákomum sem tengjast brúðkaupum.

Aðrir komu auga á myndina þar og sendu hana áfram þannig að líklega er þetta frægasti brúðarkjóll í heimi, allavega út þessa viku.

Tískulöggur hafa tekið þessu misjafnlega. Ein sagði að þetta væri mellulegasti brúðarkjóll sem hann hefði séð.

Annar var mildari og sagði í fyrirsögn: Fallegt par.

Nöfn brúðhjónanna fylgja því miður ekki með þessari mynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×