Innlent

Misnotaði fimm ára dóttur sína

Mynd/GVA
Hæstiréttur hefur dæmt þrítugan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa misnotað dóttur sína á síðasta ári þegar hún var fimm ára gömul. Hæstiréttur þyngdi dóms héraðsdóms um hálft ár. Manninum er gert að greiða dóttur sinni 250 þúsund krónur í miskabætur.

Maðurinn braut gegn stelpunni á þáverandi heimili hans og barnsmóður hans. Konan vaknaði aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst 2008 við vein í barninu og sá manninn misnota dóttur þeirra. Skýrsla var tekin af stúlkunni í Barnahúsi og þótti framburður hennar trúverðugur.

Maðurinn sem er fæddur 1979 á að baki samfelldan sakarferil frá 1999 til 2006. Á þessum tíma gekkst hann átta sinnum undir greiðslu sektar hjá lögreglustjóra vegna umferðarlagabrota og brota gegn ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og var fjórum sinnum sviptur ökurétti. Maðurinn hlaut ýmist skilorðsbundna og óskilorðsbundna dóma á tímabilinu.

Í dómnum er maðurinn sagður með broti sínu hafa brugðist trúnaði gagnvart ungri dóttur sinni og að hann eigi sér engar málsbætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×