Innlent

Sjá viðskipavini sem vinahóp

vörumerkið kynnt Ný þjónusta Símann horfir á viðskiptavini sem vinahóp.Fréttablaðið/stefán
vörumerkið kynnt Ný þjónusta Símann horfir á viðskiptavini sem vinahóp.Fréttablaðið/stefán

Síminn hóf í gær að bjóða upp á farsímaþjónustuna Ring, sem sérstaklega er gerð með þarfir ungs fólks í huga. „Við lítum ekki á Ring sem hefðbundna farsímaþjónustu heldur stuðning við vinahóp. Notendurnir eru hópur sem talar saman, fer út að borða og í bíó,“ segir Sigurður Hjaltalín Þórisson, vörustjóri Ring hjá Símanum. „Allt er gert svo vinahópurinn geti verið saman.“

Með þjónustunni fylgja kaupaukar, afsláttur í kvikmyndahús á tilteknum dögum og af mat og fötum, svo sem hjá verslunum NTC. Sigurður bendir á að vinahópurinn hjá Símanum sé geysistór enda viðskiptavinir alls 160 þúsund talsins.

Viðskiptavinir Ring kaupa áfyllingu fyrir 1.990 krónur og dugar hún í 31 dag. Fyrir upphæðina má tala í 1.500 klukkustundir, eða heilan sólarhring og klukkustund betur. Fjöldi smáskilaboða er innifalinn í verðinu. Ekkert kostar að hringja innan kerfis fyrr en 1.500 mínúturnar eru uppurnar. Þá kostar hver mínúta 15,5 krónur. Þá nýtast 990 krónur af inneigninni til símtala á milli kerfa. Þegar inneigninni sleppir gildir mínútugjald á milli kerfa. Sé farið yfir inneignina þurfa viðskiptavinir ekki að eiga von á bakreikningi vegna ofnotkunar. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×