Innlent

Neyðarmóttaka verður varin

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi á 20 ára afmæli UNIFEM á Íslandi í gær að þrátt fyrir yfirvofandi niðurskurð yrði starfsemi neyðarmóttöku nauðgana á Landspítala varin.

Nýlega bárust fréttir af því að stjórnendur Landspítalans hygðust mæta fyrirliggjandi hagræðingarkröfum með því að leggja af sérþjálfað teymi lækna.

„Starfsemi neyðarmóttökunnar þyrfti þvert á móti að efla þannig að sú mikla þekking sem þar hefur orðið til gæti nýst í þeirri atlögu sem nú stendur yfir gegn kynferðislegu ofbeldi í íslensku samfélagi," sagði Jóhanna. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir tillögum stjórnenda Landspítalans um starfsemi neyðarmóttökunnar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×