Innlent

Hugsanlega alvarleg lögbrot innan íslenskra banka

Sigríður Mogensen skrifar

Gunnar Andersen sagði á ársfundi Fjármálaeftirlitsins í dag að rannsóknir mála sem eftirlitið hefði unnið að í kjölfar hrunsins virðist benda til að auk óeðlilegra viðskiptahátta hafi alvarleg lögbrot verið framin innan íslenskra banka. Auk þess kunni brotin að varða við hegningarlög, bæði hér á landi og í öðrum löndum.

Fjármálaeftirlitið er í samstarfi við yfirvöld nokkurra landa vegna þessara brota.

Þá kom fram í dag að ákveðin frávik frá góðum starfsháttum hefðu komið í ljós við skoðun á nýju bönkunum. Þetta tengist áhættustýringu og stjórnunarháttum. Gunnar Andersen segir þetta að einhverju leiti ósiði sem hafi fylgt þeim frá því fyrir hrun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×