Innlent

Ók út af í Víkurskarði

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók út af þjóðveginum um Víkurskarð, á milli Akureyrar og Húsavíkur, á níunda tímanum í gærkvöldi. Það var lán í óláni að óvenjulítill halli er utan vegarins þar sem hann fór út af, og staðnæmdist bíllinn á réttum kili, en víða er mjög bratt utan vegar í Víkurskarði. Lögregla kom ökumanni á áfangastað en bíllinn verður sóttur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×