Innlent

Ráðinn til þingflokks VG

Bergur Sigurðsson
Bergur Sigurðsson

Bergur Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Hann hóf störf um mánaðamótin.

Bergur er umhverfisefnafræðingur frá Háskólanum í Osló og hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem framkvæmdastjóri Landverndar. Þar áður starfaði hann við heilbrigðiseftirlit á Suðurnesjum.

Bergur tekur við starfinu af Drífu Snædal, framkvæmdastjóra flokksins, sem jafnframt hefur haft umsjón með málefnum þingflokksins.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×