Innlent

Þyrla í umferðareftirliti

TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við umferðareftirlit í gærkvöld og fór með lögreglunni á Hvolfsvelli alla leið austur á Hornafjörð.

Einnig var eftirlit á tjaldstæðum, hálendinu og svo í Þórsmörk. Í gær var ökumaður mældur á ferð sinni á Mýrdalssandi á 162 km hraða.

Hann var sviptur ökuleyfi til tveggja mánaða og hlaut háa fjársekt.

Mjög virkt eftirlit mun verða af hálfu lögreglunnar með hraðakstri, ölvunar- og fíkniefnaakstri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×