Bréf frá Noregi 13. október 2009 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave Bréf hefur borizt frá forsætisráðherra Noregs. Þar segir meðal annars: „Þegar Noregur, ásamt Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, gaf fyrirheit um lánveitingu í nóvember fyrra, var það m.a. með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar, og að þau lönd sem hafa helzt orðið fyrir vanefndum íslenzka innlánstryggingasjóðsins veiti lán til að fjármagna þær skuldbindingar sem íslenzk stjórnvöld gangist við í þessu samhengi. Þessar forsendur lágu til grundvallar samþykki Noregsbanka fyrir láni til Seðlabanka Íslands og ákvörðun Stórþingsins um að veita ríkisábyrgð vegna lánsins. - Meðferð íslenzkra skuldbindinga um innlánstryggingar gagnvart erlendum innistæðueigendum í bönkunum sem féllu skiptir miklu fyrir styrkleika stöðugleikaáætlunarinnar. - Í þessu samhengi eru Icesave-samningarnir við Stóra-Bretland og Holland mikilvægir." Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug. Nú hafa þjóðir Evrópu sett sér ýmis markmið í innbyrðis samskiptum og er nærtækast að líta á samninginn um Efnahagssvæði Evrópu. Í upphafi inngangsins segir að samningsaðilar séu sannfærðir um „að Evrópskt efnahagssvæði muni stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda; ÁRÉTTA að höfuðáherzla er lögð á náin samskipti Evrópubandalagsins, aðildarríkja þess og EFTA-ríkjanna, sem grundvallast á nálægð, sameiginlegu gildismati frá fornu fari og evrópskri samkennd." Hér er skírskotað til náinna samskipta, friðar, lýðræðis, mannréttinda og sameiginlegs gildismats. Forsenda náinna samskipta er að talað sé skýrt; með óljósu orðalagi er í raun verið að dylja fjarlægð. Áður en komið er að öðrum gildum væri það vinsemdarbragð að forsætisráðherra Noregs svaraði skýrt eftirfarandi spurningum: 1. Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild. 2. Að svo miklu leyti sem álitaefni kunna að vera um skyldur íslenzka ríkisins vegna einhvers konar ávirðinga í samskiptum við Breta og Hollendinga - hvers vegna hefur Íslendingum verið synjað um að fá slík álitaefni lögð fyrir dóm? Gott væri að fá það skýrt hvort afstaða forsætisráðherra Noregs sé í samræmi við þau fyrirheit um evrópska - og þá væntanlega norræna - samkennd á grundvelli þeirra gilda sem upp eru talin. Íslenzk stjórnvöld verða hér að ganga eftir skýrum svörum. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave Bréf hefur borizt frá forsætisráðherra Noregs. Þar segir meðal annars: „Þegar Noregur, ásamt Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, gaf fyrirheit um lánveitingu í nóvember fyrra, var það m.a. með því skilyrði að Ísland virti alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þ.m.t. varðandi innlánstryggingar, og að þau lönd sem hafa helzt orðið fyrir vanefndum íslenzka innlánstryggingasjóðsins veiti lán til að fjármagna þær skuldbindingar sem íslenzk stjórnvöld gangist við í þessu samhengi. Þessar forsendur lágu til grundvallar samþykki Noregsbanka fyrir láni til Seðlabanka Íslands og ákvörðun Stórþingsins um að veita ríkisábyrgð vegna lánsins. - Meðferð íslenzkra skuldbindinga um innlánstryggingar gagnvart erlendum innistæðueigendum í bönkunum sem féllu skiptir miklu fyrir styrkleika stöðugleikaáætlunarinnar. - Í þessu samhengi eru Icesave-samningarnir við Stóra-Bretland og Holland mikilvægir." Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug. Nú hafa þjóðir Evrópu sett sér ýmis markmið í innbyrðis samskiptum og er nærtækast að líta á samninginn um Efnahagssvæði Evrópu. Í upphafi inngangsins segir að samningsaðilar séu sannfærðir um „að Evrópskt efnahagssvæði muni stuðla að uppbyggingu Evrópu á grundvelli friðar, lýðræðis og mannréttinda; ÁRÉTTA að höfuðáherzla er lögð á náin samskipti Evrópubandalagsins, aðildarríkja þess og EFTA-ríkjanna, sem grundvallast á nálægð, sameiginlegu gildismati frá fornu fari og evrópskri samkennd." Hér er skírskotað til náinna samskipta, friðar, lýðræðis, mannréttinda og sameiginlegs gildismats. Forsenda náinna samskipta er að talað sé skýrt; með óljósu orðalagi er í raun verið að dylja fjarlægð. Áður en komið er að öðrum gildum væri það vinsemdarbragð að forsætisráðherra Noregs svaraði skýrt eftirfarandi spurningum: 1. Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild. 2. Að svo miklu leyti sem álitaefni kunna að vera um skyldur íslenzka ríkisins vegna einhvers konar ávirðinga í samskiptum við Breta og Hollendinga - hvers vegna hefur Íslendingum verið synjað um að fá slík álitaefni lögð fyrir dóm? Gott væri að fá það skýrt hvort afstaða forsætisráðherra Noregs sé í samræmi við þau fyrirheit um evrópska - og þá væntanlega norræna - samkennd á grundvelli þeirra gilda sem upp eru talin. Íslenzk stjórnvöld verða hér að ganga eftir skýrum svörum. Höfundur er lagaprófessor.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun