Enski boltinn

Walcott klár eftir mánuð

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger stjóri Arsenal segir að endurhæfing Theo Walcott gangi vonum framar og á jafnvel von á því að hann fái grænt ljós frá læknum til að fara að æfa eftir um fjórar vikur.

Ekki berast jafngóð tíðindi af miðjumönnunum Cesc Fabregas og Tomas Rosicky, en gert er ráð fyrir að þeir verði báðir frá í um það bil tvo mánuði.

Walcott hefur verið frá hjá Arsenal síðan hann fór úr axlarlið með enska landsliðinu í nóvember, en Fabregas er að kljást við hnémeiðsli og verður frá keppni í minnst sex til átta vikur að sögn Wenger. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×