Innlent

Undirbýr aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur kynnt drög að nýrri aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og mansali. Vinna í þeim málum hefur verið of ómarkviss segir ráðherrann.

Í félagsmálaráðuneytinu er verið að leggja lokahönd á aðgerðaráætlun í þessum málaflokkum en ráðherra segist vonast til þess að henni ljúki á næstu dögum. Aðgerðaráætlunin verður lögð fyrir Alþingi sem þingsályktunartillaga og er ætlað að vera stefnumarkandi í þessum málaflokkum.

Vinnu er ekki lokið en í áætluninni verða tillögur að lagabreytingum og öðrum úrræðum. Jóhanna Sigurðardóttir segir að vinna stjórnvalda í þessum málum hafi verið ómarkviss undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×