Óttast niðurskurð á fé til forvarnastarfs 9. september 2009 06:00 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra deilir áhyggjum heilbrigðisstarfsfólks um að fé til forvarna kunni að skerðast á næstu misserum. Hann leggur áherslu á að handbært fé verði nýtt af hugkvæmni og árangur forvarnastarfs þurfi ekki að minnka þrátt fyrir lægri fjárframlög. „Því miður er þetta ekki ástæðulaus ótti," segir Ögmundur. „Staðreyndin er sú að þegar þú ert fjárvana þá tekur þú á brýnum vanda sem er næstur þér í tíma. Þú linar þjáningar í núinu vitandi að hagkvæmt sé að hugsa til langs tíma og hyggja að forvörnum. Svo einfalt er þetta því miður ekki." Ögmundur segist hafa mikla trú á forvörnum og nú sé tími til að sýna hugkvæmni. „Það er hægt að sinna forvörnum með litlu fjármagni. Þetta er líka spurning um að innræta öllu samfélaginu þessa forvarnarhugsun." Læknafélag Íslands boðar til tóbaksvarnaþings næstkomandi föstudag því félagið telur ekki nóg að gert í baráttunni gegn reykingum. Í ályktun segir að reykingar séu stærsti heilbrigðisvandi þjóðarinnar og að mikilvægasta aðgerðin til að breyta þessu sé að ungt fólk byrji ekki að reykja, og að reykingafólk fái aukna aðstoð til að hætta. Þar verður einnig rædd sú hugmynd að tóbak verði tekið úr almennri sölu á Íslandi sem forvarnaraðgerð, og er vísað í nýja rannsókn sem sýnir góðan árangur af reykingabanni á opinberum stöðum hérlendis. Rannsóknin, sem Þórarinn Guðnason hjartalæknir kynnti á Evrópuþingi hjartalækna í Barcelona nýverið, sýnir að kransæðaþræðingum fækkaði meðal karla sem ekki reykja mánuðina eftir að reykingabann á opinberum stöðum tók gildi samanborið við mánuðina á undan. Könnunin hefur vakið athygli og undirstrikar niðurstöður erlendra rannsókna sem gefa jafn afgerandi niðurstöður. „Rannsókn okkar sýnir að hjá karlmönnum sem reykja ekki þá minnkar tíðni alvarlegs kransæðasjúkdóms sem þarfnast hjartaþræðingar um 21 prósent," segir Þórarinn. Þórarinn segir það vísindalega sannað að það sem helst dragi úr tóbaksnotkun séu takmarkanir á aðgengi og verðhækkanir. Hann segir jafnframt að Læknafélagið sé að kalla eftir umræðu um reykingar í samfélaginu á öfgalausan og uppbyggjandi hátt. Sjúkdómar tengdir reykingum eru taldir kosta þjóðfélagið tæpa þrjátíu milljarða króna á ári. Tekjur ríkisins vegna tóbakssölu eru um sjö milljarðar á ári. svavar@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra deilir áhyggjum heilbrigðisstarfsfólks um að fé til forvarna kunni að skerðast á næstu misserum. Hann leggur áherslu á að handbært fé verði nýtt af hugkvæmni og árangur forvarnastarfs þurfi ekki að minnka þrátt fyrir lægri fjárframlög. „Því miður er þetta ekki ástæðulaus ótti," segir Ögmundur. „Staðreyndin er sú að þegar þú ert fjárvana þá tekur þú á brýnum vanda sem er næstur þér í tíma. Þú linar þjáningar í núinu vitandi að hagkvæmt sé að hugsa til langs tíma og hyggja að forvörnum. Svo einfalt er þetta því miður ekki." Ögmundur segist hafa mikla trú á forvörnum og nú sé tími til að sýna hugkvæmni. „Það er hægt að sinna forvörnum með litlu fjármagni. Þetta er líka spurning um að innræta öllu samfélaginu þessa forvarnarhugsun." Læknafélag Íslands boðar til tóbaksvarnaþings næstkomandi föstudag því félagið telur ekki nóg að gert í baráttunni gegn reykingum. Í ályktun segir að reykingar séu stærsti heilbrigðisvandi þjóðarinnar og að mikilvægasta aðgerðin til að breyta þessu sé að ungt fólk byrji ekki að reykja, og að reykingafólk fái aukna aðstoð til að hætta. Þar verður einnig rædd sú hugmynd að tóbak verði tekið úr almennri sölu á Íslandi sem forvarnaraðgerð, og er vísað í nýja rannsókn sem sýnir góðan árangur af reykingabanni á opinberum stöðum hérlendis. Rannsóknin, sem Þórarinn Guðnason hjartalæknir kynnti á Evrópuþingi hjartalækna í Barcelona nýverið, sýnir að kransæðaþræðingum fækkaði meðal karla sem ekki reykja mánuðina eftir að reykingabann á opinberum stöðum tók gildi samanborið við mánuðina á undan. Könnunin hefur vakið athygli og undirstrikar niðurstöður erlendra rannsókna sem gefa jafn afgerandi niðurstöður. „Rannsókn okkar sýnir að hjá karlmönnum sem reykja ekki þá minnkar tíðni alvarlegs kransæðasjúkdóms sem þarfnast hjartaþræðingar um 21 prósent," segir Þórarinn. Þórarinn segir það vísindalega sannað að það sem helst dragi úr tóbaksnotkun séu takmarkanir á aðgengi og verðhækkanir. Hann segir jafnframt að Læknafélagið sé að kalla eftir umræðu um reykingar í samfélaginu á öfgalausan og uppbyggjandi hátt. Sjúkdómar tengdir reykingum eru taldir kosta þjóðfélagið tæpa þrjátíu milljarða króna á ári. Tekjur ríkisins vegna tóbakssölu eru um sjö milljarðar á ári. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira