Sérstakur ríkissaksóknari vísar frá kæru á hendur blaðamönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. september 2009 12:42 Settur ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur sex blaðamönnum fyrir meint brot á lögum um bankaleynd. Um er að ræða blaðamennina Agnesi Bragadóttur og Þorbjörn Þórðarson, blaðamenn á Morgunblaðinu, Kristin Hrafnsson, sem nú starfar á RÚV, Egil Helgason, pistlahöfund á Eyjunni, og Guðmund Magnússon ritstjóra Eyjunnar, auk Inga F. Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV. Í bréfi, sem Björn L. Bergsson settur ríkissaksóknari hefur sent Fjármálaeftirlitinu vegna mála Kristins Hrafnssonar og Agnesar segir að Fjármálaeftirlitið hafi í febrúar komið á framfæri við sérstakan saksóknara ábendingu um hugsanleg brot á bankaleynd. Sérstakur saksóknari hafi svarað bréfinu og sagt að hann myndi ekki aðhafast í málinu að svo stöddu. Þessa ákvörðun mætti kæra til embættis ríkissaksóknara innan mánaðar. Ríkissaksóknari hafi upplýst síðar að ákvörðunin hafi ekki verið kærð til embættisins innan þessa frests. Þá segir Björn í bréfinu til Fjármálaeftirlitsins að engin ný gögn í skilningi sakamálalaga eða nýjar upplýsingar hafi fylgt kæru Fjármálaeftirlitsins á hendur blaðamönnunum. Því sé ekki tilefni til endurupptöku málsins. Kærunni sé því vísað frá. Málunum gegn blaðamönnum Eyjunnar og DV var hins vegar vísað frá á þeirri forsendu að ekki hefði verið um brot á bankaleynd að ræða. „Þetta kveikir vonarglætu hjá manni um að það sé einhversskonar skynsemi i þessari starfsemi við uppgjör bankahrunsins. En mér þykir það sérstakur minnisvarði fyrir komandi kynslóðir að fyrsta afgreiðslumál embættis sérstaks saksóknara í febrúar og sérstaks ríkissaksóknara í dag hafi verið eineltismál Fjármálaeftirlitsins í garð blaðamanna," segir Kristinn Hrafnsson vegna málsins. Kristinn segir að málið hafi allt saman verið tóm hringavitleysa frá upphafi þar sem ekki hafi staðið steinn yfir steini í málsmeðferð og framgangi Fjarmálaeftirlitsins. „Nú þegar Björn Bergsson slær hraustlega á puttana á Fjármáleeftirlitnu þá hefur maður ágætar væntingar til þess embættis að það sjái af sér og láti af þessum fíflagangi," segir Kristinn. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Settur ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru á hendur sex blaðamönnum fyrir meint brot á lögum um bankaleynd. Um er að ræða blaðamennina Agnesi Bragadóttur og Þorbjörn Þórðarson, blaðamenn á Morgunblaðinu, Kristin Hrafnsson, sem nú starfar á RÚV, Egil Helgason, pistlahöfund á Eyjunni, og Guðmund Magnússon ritstjóra Eyjunnar, auk Inga F. Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV. Í bréfi, sem Björn L. Bergsson settur ríkissaksóknari hefur sent Fjármálaeftirlitinu vegna mála Kristins Hrafnssonar og Agnesar segir að Fjármálaeftirlitið hafi í febrúar komið á framfæri við sérstakan saksóknara ábendingu um hugsanleg brot á bankaleynd. Sérstakur saksóknari hafi svarað bréfinu og sagt að hann myndi ekki aðhafast í málinu að svo stöddu. Þessa ákvörðun mætti kæra til embættis ríkissaksóknara innan mánaðar. Ríkissaksóknari hafi upplýst síðar að ákvörðunin hafi ekki verið kærð til embættisins innan þessa frests. Þá segir Björn í bréfinu til Fjármálaeftirlitsins að engin ný gögn í skilningi sakamálalaga eða nýjar upplýsingar hafi fylgt kæru Fjármálaeftirlitsins á hendur blaðamönnunum. Því sé ekki tilefni til endurupptöku málsins. Kærunni sé því vísað frá. Málunum gegn blaðamönnum Eyjunnar og DV var hins vegar vísað frá á þeirri forsendu að ekki hefði verið um brot á bankaleynd að ræða. „Þetta kveikir vonarglætu hjá manni um að það sé einhversskonar skynsemi i þessari starfsemi við uppgjör bankahrunsins. En mér þykir það sérstakur minnisvarði fyrir komandi kynslóðir að fyrsta afgreiðslumál embættis sérstaks saksóknara í febrúar og sérstaks ríkissaksóknara í dag hafi verið eineltismál Fjármálaeftirlitsins í garð blaðamanna," segir Kristinn Hrafnsson vegna málsins. Kristinn segir að málið hafi allt saman verið tóm hringavitleysa frá upphafi þar sem ekki hafi staðið steinn yfir steini í málsmeðferð og framgangi Fjarmálaeftirlitsins. „Nú þegar Björn Bergsson slær hraustlega á puttana á Fjármáleeftirlitnu þá hefur maður ágætar væntingar til þess embættis að það sjái af sér og láti af þessum fíflagangi," segir Kristinn.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira