Íslenski boltinn

Gunnleifur: Vorum miklu betra liðið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnleifur hafði ekki mikið að gera í kvöld.
Gunnleifur hafði ekki mikið að gera í kvöld.

Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvelli.

„Við spiluðum þetta bara vel fannst mér. Við keyrðum á þá fyrstu 25 mínúturnar og þá voru yfirburðirnir algjörir. Svo hleyptum við þeim inn í leikinn og þeir nýttu sér það og skoruðu," sagði Gunnleifur.

„Þegar við komum inn í hálfleikinn voru menn ákveðnir að byrja seinni hálfleikinn eins og þann síðari. Við vorum bara miklu betra liðið í kvöld," sagði Gunnleifur. „Í hálfleik sagði Óli við okkur að við ættum að þora að halda boltanum betur og láta hann rúlla."

Íslenska liðið hafði yfirspilað gesti sína í kvöld þegar georgíska liðið skoraði mark sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Staðan var 2-1 í hálfleik en sigur Íslands var aldrei í hættu í seinni hálfleiknum.

„Þessi leikur var ákveðin prófraun fyrir marga leikmenn sem sýndu það í kvöld að þeir eru tilbúnir til að vera með landsliðinu. Það er frábært að eiga stóran og breiðan hóp fyrir landsliðið," sagði Gunnleifur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×