Erlent

Obama mikið spurður um kannabisefni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fyrirspurnasíða Hvíta hússins.
Fyrirspurnasíða Hvíta hússins. MYND/CNN

Spurningar um hugsanlega lögleiðingu kannabisefna reyndust vera með því algengasta sem bandarískur almenningur spurði Barack Obama um á heimasíðu sem nefnd er rafrænt ráðhús og fréttastofan greindi frá í gær. Obama bauð fólki að spyrja spurninga á síðunni og hann myndi svo svara þeim algengustu í beinni útsendingu á Netinu.

Alls bárust 104.000 spurningar frá rúmlega 90.000 manns en þegar kom að því að svara reyndist svo stór hluti þeirra fjalla um hvort nú væri ekki rétti tíminn til að aflétta banni við kannabisefnum og skapa þannig fjölda starfa, að Obama neyddist til að taka afstöðu til málsins. Hann svaraði neitandi og sagðist ekki telja það góða hugmynd að örfa efnahagslífið á þann hátt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×