Innlent

Stútur sviptur á staðnum

Einn maður var tekinn ölvaður undir stýri hjá lögreglunni á Selfossi en nóttin var erilsöm en stóráfallalaus. Ökumaðurinn ölvaði var færður á lögreglustöð og þar kom í ljós að hann var verulega yfir leyfðum mörkum. Var hann því sviptur á staðnum.

Mikið af fólki er í Árnessýslunni en telja má að um fimmhundruð manns séu í tjaldútileigum á Flúðum og Útihlíð og fleiri stöðum. Lögreglan var nokkrum sinnum kölluð út vegna áfloga en þau virtust ávallt yfirstaðinn þegar lögreglan kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×