Íslenski boltinn

Ólafur: Þriðja markið hefði sett þá ofan í sekkinn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Anton

"Ég ætla að vona að það verði ekki súrara en þetta. Við vorum með góð tök á leiknum í seinni hálfleik en gerum mistök sem skilur á milli liðanna," sagði Ólafur í leikslok.

"Við áttum að setja þriðja markið. Við fáum góð færi til að skora og svo á Alfreð að klára sitt færi. Hann er einn frá miðju. 3-0 hefði sett þá ofan í sekkinn og við hefðum hnýtt fyrir hann. Það er við hefðum en það gerðist ekki og þar skildi á milli."

Leikurinn galopnaðist þegar FH skoraði sitt fyrsta marki og náði Breiðablik ekki að hemja Íslandsmeistarana á endasprettinum.

"Hann galopnaðist og þeir setja þrjá fríska og góða leikmenn inná og einn þeirra klárar leikinn með frábæru marki," sagði súr Ólafur að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×