Innlent

Einar og Óskar berjast um oddvitasætið

Óskar Bergsson og Einar Skúlason. Kjörfundurinn hefst klukkan tíu.
Óskar Bergsson og Einar Skúlason. Kjörfundurinn hefst klukkan tíu.

Kjörfundur framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hefst klukkan tíu á Hótel Loftleiðum. Einar Skúlason, fyrrverandi skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna, og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi, takast á um oddvitasætið. Alls eru 20 frambjóðendur í kjöri.

Á kjörfundinum verður kosið í sex efstu sæti listans með meirihlutakosningu og í sæti 7 til 12 með prófkjörsleiðs.

Kosið er í sex efstu sætin með meirihlutakosningu sem fer þannig fram að kosið er um hvert sæti fyrir sig. Fyrst er kosið um fyrsta sætið. Ef tveir bjóða sig fram er kosið á milli þeirra þannig að sjá sem fær fleiri atkvæði hlýtur sætið.

Þær Guðrún Hergils Valdimarsdóttir, Salvör Gissurardóttir og Valgerður Sveinsdóttir berjast um annað sætið og þeir Hallur Magnússon og Guðlaugur G. Sverrisson bjóða sig fram í það þriðja.

Kjörfundurinn hefst klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×