Innlent

Tæplega 11 þúsund skora á Ólaf Ragnar

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Tæplega 11 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Undirskriftunum hefur fjölgað um meira en tvö þúsund í dag.

Hópurinn telur það sanngjarna kröfu að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenska almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×