Innlent

Geir rangtúlkar skilaboð frá Ingibjörgu Sólrúnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde forsætisráðherra rangtúlkar skilaboð að sögn Kristrúnar Heimisdóttur.
Geir Haarde forsætisráðherra rangtúlkar skilaboð að sögn Kristrúnar Heimisdóttur.

Geir Haarde forsætisráðherra rangtúlkar skilaboð um framhald ríkisstjórnarsamstarfsins sem hann hefur fengið í samtölum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra síðastliðna tvo daga. Þetta fullyrti Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingibjargar, við nokkra samflokksmenn sína í gær.

Geir sagði í fjölmiðlum í gær að hann hefði talað við formann Samfylkingarinnar þann daginn og þau væru ekkert á þeim buxunum að slíta stjórnarsamstarfi eins og sakir stæðu.

Ögmundur Jónasson sagði í samtali við Fréttastofu seint í gærkvöld að hann og Össur Skarphéðinsson hefðu átt fund í iðnaðarráðuneytinu fyrr um daginn. Samkvæmt heimildum Fréttastofu var umræðuefnið mögulegt stjórnarsamstarf. Ekki hefur náðst í Kristrúnu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Samkvæmt heimildum Fréttastofu er von á yfirlýsingu frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur síðar í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×