Innlent

Dregur úr fjárframlögum ríkisins til Sjálfstæðisflokksins

Viðbúið er að stórlega dragi úr framlögum ríkisins til sjálfstæðisflokksins, missi hann jafn mikið fylgi og kannanir hafa sýnt. Sjálfstæðismenn segja þetta verða högg fyrir flokkinn.

Hafi stjórnmálaflokkur fengið að minnsta kosti tvö og hálft prósent í alþingiskosningum þá á hann rétt á peningum frá ríkinu. Þá fá þingflokkar flokkanna einnig greiðslur í samræmi við þingstyrk.

Samkvæmt uppgjörum flokkanna fyrir árið 2007 sem ríkisendurskoðun birti á dögunum, má sjá að þetta eru töluverðar fjárhæðir:

Fjárframlögin miðuðust þá raunar að mestu við úrslit kosninga 2003 en við skulum taka þetta gróft:

Sjálfsætðisflokkurinn fékk tæp 34 % fylgis þá í kosningum og 140 milljónir frá ríkinu á árinu 2007.

Samfylkingin sem þá fékk tæp 31% prósent atkvæða fékk í allt 129 milljónir frá ríkinu 2007.

Framsókn lifði á fylginu frá 2003, fékk þá tæp 18% og tæpar 80 milljónir

Vinstri græn sem nú mælast ýmist stærsti eða næst stærsti flokkurinn, fengu innan við 9% fylgi árið 2003 og rúmar 40 milljónir í ríkisstyrk 2007.

Frjálslyndir fengu 34 milljónir fyrir sín rúm 7%.

Samkvæmt fjálögum eiga stjónmálaflokkarnir að fá 435 milljónir:

Samkvæmt könnun Stöðvar tvö og fréttablaðsins á dögunum, má ætla að þessi mynd verði talsvert önnur eftir kosningar í vor. Samkvæmt þessu dregur verulega úr framlögum ríkisins til Framsóknarflokksins og ekki síður sjálfstæðisflokksins. Flokksmaður sem fréttastofa ræddi við í dag sagði að þetta yrði óumdeilanlega mikið högg fyrir flokkinn. Hann reiknaði með að Sjálfstæðiflokkurinn reyndi eftir kosningar að fá almenna flokksmenn til að leggja hönd á plóg.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.