Erlent

Kvartar undan mannréttabroti

Karadzic mættur Hann segist enn þurfa lengri tíma til undirbúnings.
fréttablaðið/AP
Karadzic mættur Hann segist enn þurfa lengri tíma til undirbúnings. fréttablaðið/AP

Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, mætti loks í gær til réttar­halda við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag, þar sem hann hyggst sjálfur sjá um málsvörn sína.

Hann sagði í gær að dómstóllinn hefði framið mannréttindabrot með því að hefja réttarhöldin án sín.

Réttarhöldin hófust í síðustu viku, en Karadzic lét ekki sjá sig í fyrstu þrjú skiptin. Hann segist ekki hafa fengið nægan tíma til þess að undirbúa málsvörn sína, þrátt fyrir að hafa verið fjórtán mánuði í varðhaldi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×