Innlent

Enn gangur í svínaflensunni

Talsverður gangur er enn í svínaflensunni hér á landi að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. Inniliggjandi á Landspítala af völdum hennar voru 35 manns fyrri hluta dags í gær. Þar af voru níu á gjörgæslu. Átta manns voru útskrifaðir og fjórir nýir komu inn.

Haraldur segir hátt í 1.400 manns hafa greinst með svína­flensu í síðustu viku. Lítið sé um innlagnir á spítala á landsbyggðinni af völdum hennar. „En við sjáum fyrir okkur að talsverður fjöldi tilfella verði greindur á næstu vikum," segir hann.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×