Innlent

Fjörutíu keppa í píanóleik

Fjörutíu nemendur keppa í píanóleik í dag og á morgun í Salnum í Kópavogi. Það er Íslandsdeild Evrópusambands píanókennara, Epta, sem stendur fyrir keppninni. Keppt er í þremur flokkum, 1. flokkur eru nemendur fjórtán ára og yngri, 2. flokkur, eru nemendur átján ára og yngri og sá þriðji er flokkur nemenda yngri en 25 ára.

Fimm nemendur komast áfram í hverjum flokki og verður leikið til úrslita á laugardag en verðlaunin verða afhent sunnudaginn 8. nóvember milli klukkan tvö og fjögur.

Þúsund krónur kostar að fylgjast með á hverjum keppnisdegi nema fyrir nemendur tónlistarskólanna sem geta fylgst með án endurgjalds.

- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×