Innlent

Heilbrigðisþjónusta tryggð

álfheiður ingadóttir
álfheiður ingadóttir

Þolendur mansals hafa ótvíræðan rétt til heilbrigðisþjónustu á Íslandi, eftir reglugerðarbreytingu Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra.

Ráðherra breytti reglugerð um rétt þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir hér á landi. Með breytingunni eiga þolendur mansals rétt til þjónustunnar, óháð greiðslugetu viðkomandi, eða samningum við önnur ríki um greiðslur fyrir veitta þjónustu. Þá eiga útlendingar sem hafa fengið dvalar- eða atvinnuleyfi hér á landi, en eru ekki sjúkratryggðir, rétt á neyðarþjónustu hér á landi.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×