Erlent

Stjórnvöld vara við mótmælum

Byltingarverðir í Íran hafa varað mótmælahópa úr liði stjórnarandstöðunnar þar í landi, við að efna til mótmæla í tilefni af því að á morgun verða liðin þrjátíu ár frá því er sendiráð Bandaríkjanna í Íran var hertekið.

Leiðtogar úr hópi stjórnarandstöðunnar hafa hvatt stuðningsmenn sína til að taka þátt í friðsamlegum mótmælum á morgun. Þeirra á meðal er Mir-Hossein Mousavi, sem beið lægri hlut fyrir Mahmoud Ahmadinejad í forsetakosningum í sumar.

Að minnsta kosti 30 létu lífið í mótmælum eftir forsetakosningarnar í sumar. - bs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×